Monday, March 16, 2009

Íslandsmót 09

HEY,
Síðustu dagana hef ég verið á Íslandi með Ívari bróður mínum að keppa á Íslandsmóti unglinga. Við komum á fimmtudaginn, og ferðin var ósköp róleg. Nema kannski, hvað gaurinn sem sat við hliðina á mér í flugvélinni var sérstakur. Hann var eins og svona dæmigerður morðingi úr bíómyndum; hávaxinn, sítt svart hár, stór svört gleraugu, Neanderthal-legt andlit, svört peysa, svartar buxur, svartir leðurskór, en það var samt frakkinn sem toppaði allt - hann var í stórum svörtum pelsfrakka!
Jæja, þegar við komum í Bræðratunguna fengum við okkur náttúrulega flatkökur með hangikjöti og ABT-mjólk. Svo fórum við Dabbi í körfu á Kársnesskólanum, og Ívar fór að heimsækja ömmu og afa úti á Kópavogsbraut. Um kvöldið fór ég í afmælisveislu hjá Biddý, og síðan fór ég á æfingu. Eftir æfingu fengum við Ívar Odds okkur ís, mjög hressandi.
Á föstudaginn fékk ég að sofa út. Um hádegisleitið fór ég með Magga á búlluna í hafnarfirði, og svo í sund með Ívari Odds. Klukkan 16.30 fórum við á setninguna í Mosfellsbæ. Það var æfing um kvöldið, en þar sem við höfðum ekkert að gera eftir setninguna fórum við Ívar Odds í perluna að skoða.
Á laugardaginn byrjaði mótið og ég var bara að keppa allan daginn - var búinn klukkan svona 20!!
Á sunnudaginn var keppti ég bara fyrir hádegi, og fór síðan í pizzuparty í TBR (ég var ekki ánægður með Dominos að koma ekki með mína sérpantaða pizzu!). Þannig ég, Ívar Odds, og Nökkvi fórum á Quiznos, og svo í sund (enn einu sinni). Eftir það vorum við bara eitthvað að chilla, og drekka konunglegt jurtate.
Um kvöldið fórum við TBR-krakkarnir út að borða, nema það að kreppan var ekki alveg að leyfa mér að borða á Fridays með hinum þannig að við Nökkvi fórum á Hraðlestina (get mælt með henni). Mjög góður staður. Síðan fórum við Nökkvi með skagamönnunum í bíó á Watchmen. Ótrúlega góð mynd, að mínu mati!
Jæja, ég ætla bara að segja takk fyrir mig og við sjáumst aftur á fimmtudaginn í næstu viku! (þá kem ég nefnilega á Íslandsmót fullorðinna, en það verður síðasta keppnisferðin mín á þessu tímabili) :)
PEACE OUT,
Kári.

No comments:

Post a Comment