Monday, April 20, 2009

20. Apríl 2009

Hæhæ,
Það er mjög langt síðan að ég bloggaði síðast. Þess vegna ætla ég núna að skrifa superblog! Ég ætla í þessu bloggi að einbeita mér að dagsetningunni 20. apríl. Það er nefnilega mjög merkilegur dagur!

1. Adolf Hitler á 120 ára afmæli í dag. Við söknum hans nú ekki!

2. Fyrir akkúrat 10 árum síðan (á þessari mínútu) fóru tveir menntaskólakrakkar, Dylan Klebold og Eric Harris, inn í skólann sinn klæddir svörtum frökkum fullum af vopnum og drápu 12 krakka og einn kennara. Þar að auki voru að minnsta kosti 20 sem slösuðust. Nokkrum árum síðar gerði Gus Van Sant mynd sem er byggð á þessum atburði:

3. Í dag gefur Asher Roth út sinn fyrsta disk. Ég er sannfærður um að hann eigi eftir að verða mjög vinsæll rappari. Hann var það alla vega í Milano ferðinni um daginn! Ekki oft sem maður sér "white college kid" rappa! Hérna er lagið sem var spilað aftur og aftur á Ítalíu:


Kári.

Saturday, April 18, 2009

More Than a Game

Til efteråret kommer der en dokumentarfilm om LeBron James high school år. Det ser lovende ud:

Wednesday, April 15, 2009

The Slingshot

Þetta er strákur úr Team Flight Brothers, sem er streetball grúppa... Alveg svakaleg troðsla!

Will Ferrell as George Bush talking to Jon Stewart

Tuesday, April 7, 2009

Eminem - We Made You

Í dag var gefið út lag frá nýja disknum hans Eminem sem á að koma út eftir mánuð.

Monday, April 6, 2009

MILANO-BLOG #2

WHAT'S UP?

Jæja, nú er ferðin rétt rúmlega hálfnuð og liðakeppnin búin. Við erum búin að spila þrjá leiki við Póland, Þýskaland og Eistland. Fyrsti leikurinn gegn Pólandi var tiltölulega jafn en við töpuðum 4-1. Ég keppti fyrsta leikinn í einliðaleik og tapaði þrátt fyrir að hafa verið mikið yfir í báðum lotum. Næsti leikur var einliðaleikur kvenna og Rakel vann pólska stelpu í tveimur jöfnum lotum sem fóru 21-19 21-19. Staðan var nú 1-1 (hefði alveg eins getað verið 2-0 fyrir okkur). Næsti leikur var tvíliðaleikur karla en við Egill töpuðum í oddi. Staðan var nú 1-2 (hefði alveg eins getað verið 3-0 fyrir okkur). Þetta var sem sagt ansi tæpur leikur sem hafði alveg eins getað farið í okkar hag. En þetta var fyrsti leikurinn okkar og flestir þurftu aðeins að venjast höllinni (alla vega yours truly).
Í fyrradag kepptum við Þýskaland og þeir voru mjög sterkir. Við töpuðum 5-0 en ég átti ágætan leik við Nikolaj Persson sem ég hefði kannski átt að vinna (rústaði fyrstu lotunni og var yfir eftir 11 í annari en gerði nokkur slæm mistök - var líka yfir á tímabilum í oddalotunni en tapaði 21-18).
Í gær kepptum við á móti Eistlandi en það var úrslitaleikurinn í riðlinum (um þriðja efsta sæti). Það var MJÖG jafn leikur. Fyrsti leikur var tvenndarleikur en við töpuðum í oddi. Næsti leikur var einliðaleikur og ég rústaði Ingmar Seidelberg 21-10 21-7. Leikur númer 3 var einliðaleikur kvenna og Rakel tapaði stórt og setti alveg svakalega pressu á okkur Egil í tvíliðaleiknum en eins og mátti kannski búast við þá rústuðum við Kristjani og Kristjani. Staðan var nú 2-2 og bara einn leikur eftir - tvíliðaleikur kvenna. Keppendur fyrir Íslands hönd í þeim leik voru Elín og Rakel. Allt liðið var ofboðslega spennt og studdu þær dyggilega með hrópum og klöppum. Fyrsta lotan var mjög jöfn en töpuðu þær 21-18. Í annari lotunni voru þær við stjórn og rústuðu eistunum. Oddalotan var sæmilega tæp en tapaðist því miður 21-17.

Annað en það, höfum við skoðað bæinn, borðað góðan mat, og notið veðursins. Í gær var góður dagur. Við fórum niður í miðbæ að skoða dómskirkjuna í Milano. Alveg mögnuð bygging - það tók 40 ár að byggja hana og var kláruð 1281 samkvæmt Árna Þór Hallgrímssyni (getur verið að Wiki segi annað).

Síðan fórum við í stórglæsilega verslunarmiðstöð. Á leiðinni sáum við kommunista mótmæli.

Um kvöldið fórum við á San Siro (heimavöll AC og Inter Milan) að horfa á AC Milan-Lecce og sáum þar besta leikmann í heimi brillera.

Leikurinn var ekki spennandi fram á 90. mínútu þegar AC Milan tók sig til og skoraði tvö mörk með stuttu millibili. Allir áhorfendurnir brjáluðust þegar var skorað:
Stelpurnar voru mjög svekktar að fá ekki að sjá Beckham spila en hann sat á bekknum og fylgdist með.


Holla.
Kári, Egill, Ragnar, Kjartan.

Thursday, April 2, 2009

Kveðja frá MíLAAANÓ (ekki MÍlanó)

Hæhæ,
Við hérna á Ítalíu ætlum að senda hérna smá kveðju. Við ætlum að byrja á því að segja smá frá því hvað við erum búin að gera síðasta sólahringinn. Ég vaknaði klukkan 10 og fór að pakka, síðan klukkan 13 hitti ég krakkana sem komu frá Íslandi á flugvellinum í KBH. Við þurftum að bíða lengi eftir Ragnari, hann kom nefnilega með annarri vél sem seinkaði. Þess vegna náðum við ekkert að borða eða neitt í fríhöfninni - chekuðum inn og fórum bara beint í vélina. Þegar við lentum var gott veður og við fórum úr vélinni með stiga. Nice. ;)

Undarlegt er hvað voru margir sem rugluðust eftir EasyJet fluginu:

Við erum á fjögurra stjörnu hóteli sem heitir Hotel Mirage. Það er ljúft og indælt. Sturtan er awesome og ég er búinn að borða súkkulaði úr Mini Barnum hjá Agli og Ragnari. Ekki segja neinum... Um kvöldið fórum við á góðan veitingastað og fengum okkur flest pizzu. Mjög ítalskt. Síðan fórum við heim á hótel að horfa á Lords of Dogtown.
Í morgun vöknuðum klukkan 10 og fengum okkur að borða á sjöttu hæð. Morgunmaturinn er góður. Alveg ljómandi. Svo fórum við á æfingu í tjaldi. Það voru reyndar sturtur og ágætar mottur. Eftir það fórum við í Main Hall á opnunarhátíðina þar sem ég bar inn íslenska fánann og var Íslandi til sóma með stórglæsilegum töktum. Áðan borðuðum við ágætis mat á pizzu- og pastastað. Núna erum við bara eitthvað að chilla hjá Agli, ÍA, og Ragnari, ÍA.
Frá opnunarhátíðinni:

Egill var svangur:

Holla.
Kveðja frá:
og