WHAT'S UP?
Jæja, nú er ferðin rétt rúmlega hálfnuð og liðakeppnin búin. Við erum búin að spila þrjá leiki við Póland, Þýskaland og Eistland. Fyrsti leikurinn gegn Pólandi var tiltölulega jafn en við töpuðum 4-1. Ég keppti fyrsta leikinn í einliðaleik og tapaði þrátt fyrir að hafa verið mikið yfir í báðum lotum. Næsti leikur var einliðaleikur kvenna og Rakel vann pólska stelpu í tveimur jöfnum lotum sem fóru 21-19 21-19. Staðan var nú 1-1 (hefði alveg eins getað verið 2-0 fyrir okkur). Næsti leikur var tvíliðaleikur karla en við Egill töpuðum í oddi. Staðan var nú 1-2 (hefði alveg eins getað verið 3-0 fyrir okkur). Þetta var sem sagt ansi tæpur leikur sem hafði alveg eins getað farið í okkar hag. En þetta var fyrsti leikurinn okkar og flestir þurftu aðeins að venjast höllinni (alla vega yours truly).
Í fyrradag kepptum við Þýskaland og þeir voru mjög sterkir. Við töpuðum 5-0 en ég átti ágætan leik við Nikolaj Persson sem ég hefði kannski átt að vinna (rústaði fyrstu lotunni og var yfir eftir 11 í annari en gerði nokkur slæm mistök - var líka yfir á tímabilum í oddalotunni en tapaði 21-18).
Í gær kepptum við á móti Eistlandi en það var úrslitaleikurinn í riðlinum (um þriðja efsta sæti). Það var MJÖG jafn leikur. Fyrsti leikur var tvenndarleikur en við töpuðum í oddi. Næsti leikur var einliðaleikur og ég rústaði Ingmar Seidelberg 21-10 21-7. Leikur númer 3 var einliðaleikur kvenna og Rakel tapaði stórt og setti alveg svakalega pressu á okkur Egil í tvíliðaleiknum en eins og mátti kannski búast við þá rústuðum við Kristjani og Kristjani. Staðan var nú 2-2 og bara einn leikur eftir - tvíliðaleikur kvenna. Keppendur fyrir Íslands hönd í þeim leik voru Elín og Rakel. Allt liðið var ofboðslega spennt og studdu þær dyggilega með hrópum og klöppum. Fyrsta lotan var mjög jöfn en töpuðu þær 21-18. Í annari lotunni voru þær við stjórn og rústuðu eistunum. Oddalotan var sæmilega tæp en tapaðist því miður 21-17.
Annað en það, höfum við skoðað bæinn, borðað góðan mat, og notið veðursins. Í gær var góður dagur. Við fórum niður í miðbæ að skoða dómskirkjuna í Milano. Alveg mögnuð bygging - það tók 40 ár að byggja hana og var kláruð 1281 samkvæmt Árna Þór Hallgrímssyni (getur verið að Wiki segi annað).
Síðan fórum við í stórglæsilega verslunarmiðstöð. Á leiðinni sáum við kommunista mótmæli.
Um kvöldið fórum við á San Siro (heimavöll AC og Inter Milan) að horfa á AC Milan-Lecce og sáum þar besta leikmann í heimi brillera.
Leikurinn var ekki spennandi fram á 90. mínútu þegar AC Milan tók sig til og skoraði tvö mörk með stuttu millibili. Allir áhorfendurnir brjáluðust þegar var skorað:
Stelpurnar voru mjög svekktar að fá ekki að sjá Beckham spila en hann sat á bekknum og fylgdist með.
Holla.
Kári, Egill, Ragnar, Kjartan.
Monday, April 6, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment