Thursday, April 2, 2009

Kveðja frá MíLAAANÓ (ekki MÍlanó)

Hæhæ,
Við hérna á Ítalíu ætlum að senda hérna smá kveðju. Við ætlum að byrja á því að segja smá frá því hvað við erum búin að gera síðasta sólahringinn. Ég vaknaði klukkan 10 og fór að pakka, síðan klukkan 13 hitti ég krakkana sem komu frá Íslandi á flugvellinum í KBH. Við þurftum að bíða lengi eftir Ragnari, hann kom nefnilega með annarri vél sem seinkaði. Þess vegna náðum við ekkert að borða eða neitt í fríhöfninni - chekuðum inn og fórum bara beint í vélina. Þegar við lentum var gott veður og við fórum úr vélinni með stiga. Nice. ;)

Undarlegt er hvað voru margir sem rugluðust eftir EasyJet fluginu:

Við erum á fjögurra stjörnu hóteli sem heitir Hotel Mirage. Það er ljúft og indælt. Sturtan er awesome og ég er búinn að borða súkkulaði úr Mini Barnum hjá Agli og Ragnari. Ekki segja neinum... Um kvöldið fórum við á góðan veitingastað og fengum okkur flest pizzu. Mjög ítalskt. Síðan fórum við heim á hótel að horfa á Lords of Dogtown.
Í morgun vöknuðum klukkan 10 og fengum okkur að borða á sjöttu hæð. Morgunmaturinn er góður. Alveg ljómandi. Svo fórum við á æfingu í tjaldi. Það voru reyndar sturtur og ágætar mottur. Eftir það fórum við í Main Hall á opnunarhátíðina þar sem ég bar inn íslenska fánann og var Íslandi til sóma með stórglæsilegum töktum. Áðan borðuðum við ágætis mat á pizzu- og pastastað. Núna erum við bara eitthvað að chilla hjá Agli, ÍA, og Ragnari, ÍA.
Frá opnunarhátíðinni:

Egill var svangur:

Holla.
Kveðja frá:
og

2 comments:

  1. haha vá ososm blogg og þessar myndir fara alveg með mann... sérstaklega þessi síðasta :D
    en keep up the good work og hlakka til að lesa meira :D
    kv. Bertzen

    ReplyDelete
  2. Nauhh stelpur ég er að fíla þessa boli :D :D :D

    ReplyDelete