Saturday, June 27, 2009

USA and stuff

Yo peepz,
Ég er farinn til Bandaríkjanna á morgun, þannig að ég heyri í ykkur eftir svona 4 vikur. Ég er búinn í prófum og kominn í sumarfrí. Ótrúlega þægilegt. Það gekk vel í prófunum, fékk 12 (A) í öllum stúdentsprófum, og líka í einu ársprófi af 2.
Í síðustu viku fór ég til Stokkhólms með félögum mínum í fjóra daga. Við vorum bara eitthvað að chilla. löbbuðum um og skoðuðum bæinn, fórum á söfn og að sigla. Eftir nokkra tíma flýg ég til LA aka the city of angeles. Það verður gaman, ég tekk myndavélina mína með mér og fullt af dollurum.
Eins og að flestir hafa örgugglega heyrt, dó konungur poppsins í gær bara 50 ára. Allt of ungur, og mjög sorglegt. Strax þegar ég frétta af þessu fór ég heim og horfði á heimildarmynd um kallinn á youtube. Hann átti mjög erfitt líf, pabbi hans var ofbeldissjúkur og síðan fékk hann líka húðsjúkdóm og varð hvítur. Þar að auki hafa fjölmiðlar komið mjög illa fram við hann og árið 1993 var 13 ára strákur og pabbi hans sem héldu því fram að MJ hefði misnotað strákinn (að sjálfsögðu bara til að græða pening). MJ varð ekki dæmdur, af því að þeir gátu ekki sannað það (auðvitað). Mér finnst að við eigum að minnast poppkóngsins, Michael Jackson, með því að horfa á þessi myndbönd.

Peace. Kári.
PS. Have fun in the sun. ;-)

2 comments:

  1. ohh ég eeeelska smooth criminal lagið :) en góða skemmtun úti sjáumst í júlí :)

    ReplyDelete