Saturday, June 6, 2009

Bíómyndir

Jæja jæja,
Ég var í prófi í félagsfræði/dönsku á miðvikudaginn í síðustu viku. Ég talaði um kreppuna á Íslandi og það gekk bara ágætlega. Ég fékk 12 (10 á Íslandi). Takk fyrir hjálpina amma og afi! Ég á eitt próf eftir þann 17. júní en það er í jarðfræði - og það er stúdentspróf. Ég á að draga spurningu 16. júní og svo hef ég einn sólarhring til að undirbúa mig. Eftir það er ég kominn í sumarfrí. En síðustu vikuna er ég ekki búinn að gera margt, er aðalega bara búinn að vera í badminton og körfu og lyftingum og síðan er ég líka búinn að horfa á MARGAR bíómyndir. Fór td. áðan með félaga mínum á Terminator Salvation sem er fjórða Terminator myndin. Hef ekki séð hinar þannig að ég horfði á númer eitt áður en ég fór á númer fjögur til að fá smá skilning. Þetta var alveg geggjuð action-mynd. Kannski ekki stelpumynd. En mér finnst samt stelpur sem geta horft á action myndir cool.

Síðan hlakka ég mjög til að sjá þessa:

2 comments:

  1. ég er einmitt að reyna að dla 1 því ég er buinn að sjá 2 og er buinn að dla 3 svo að ég geti farið á nr 4

    ReplyDelete
  2. talandi um geðveikar action bíómyndir.. Transformers 2 að koma í bíó á morgun... fkn geggjað

    ReplyDelete