Í gær horfði ég á alveg frábæra mynd sem heitir Wayne's World. Ég mæli með henni! Þetta er alveg frábært atriði:
Ef þið vitið það ekki, þá eru playoffs í NBA núna þessa dagana. Playoffs er úrslitakeppni deildarinnar þar sem bestu liðin úr "regular season" keppa um heimsmeistaratitilinn! Það komast 16 lið í úrslitakeppnina - 8 frá austur USA og 8 frá vestur USA. Hver umferð fer fram þannig að það er keppt að mesta lagi 7 leiki eða lið þarf að vinna 4. Boston Celtics, meistararnir frá því í fyrra, keppa í fyrstu umferð við Chicago Bulls, gamla liðið hans Michael Jordan. Bulls liðið er frekar ungt og er ekki með eins mikla reynslu og Celtics, en samt hafi þeir staðið sig ansi vel og staðan er nú 3-3 en úrslitaleikurinn er í kvöld. Ég og vinur minn erum búnir að veðja Ben & Jerrys ís hvort liðið vinni.
Ég segi Bulls, hann segir Celtics. Þetta er búið að vera ótrúlega spennandi sería, og fimm af sex leikjum hafa farið í over time! Það eru margir sem álíta þetta sem sögulega seríu! Auk þess er búið að vera mikil harka í leikjunum. Það var gaur sem braut tönn og síðan voru tveir leikmenn sem lentu næstum því í slag. En þetta er allt í góðu! Leikurinn er klukkan 02:00 á dönskum tíma og ég og félagi minn ætlum náttúrulega að horfa á hann!
MAY THE BEST TEAM WIN! (Chicago Bulls)
By the way, ég er búinn að plana sumarið! 27. júní fer ég til USA með fjöldskyldunni. Við förum fyrst til LA og verðum þar í nokkra daga, svo keyrum við til Las Vegas og höldum upp á afmælið hans Ívars þar. Síðan förum við til Grand Canyon, verðum þar í tvo daga, og förum svo til Frisco (San Fransisco). Eftir það keyrum við Highway 1 meðfram ströndinni til LA, og fljúgum síðan heim 17. júlí.
Ég fer svo til London að heimsækja Ara frænda og Sigrúnu frænku. Er ekki búinn að panta miða, en reikna með því að vera þar í rúmlega viku eða svo og fara svo beint til Íslands og vera þar það sem eftir er af fríinu (örugglega svona 2 vikur).
Peace. Kári.
Saturday, May 2, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
glæsilegt blogg.... Ben&Jerry´s er svoo góður :) good times þegar ég fékk mér síðast eitt stykki svoleiðis ís :D
ReplyDelete-Hanna
hver vann svo?
ReplyDeleteboston celtics unnu! :@ en við spilum double or nothing á næstu umferð - celtics vs orlando magic! :D
ReplyDeleteGo orlando... hata Celtics... Paul Pierce er svo mikið fífl... en annars vil ég nú bara fá CAVS vs. NUGGETS í úrslit
ReplyDeletejá, ég hata líka celtics! þoli ekki KG, Paul Pierce og Rajon Rhondo... hins vegar finnst mér RayRay aka jesus shuttleworth cool. Nuggets er með awesome lið, no doubt. elska Jr smith, Melo og Chauncey Billups! Ég held að Cavs eigi samt ekki séns í Nuggets/Lakers
ReplyDeleteErtu að grínast... CAVS eiga heimaleikjarétt alla úrslitakeppnina og töpuðu 2 leikjum á heimavelli allt seasonið... og sá síðari þá hvíldu þeir Lebron... Held að CAVS vinni klárlega
ReplyDeleteog með playoff record 8-0.. þetta er sitter og ekkert annað
ReplyDelete