Sunday, May 24, 2009

Sumarfríið

Í gær pantaði flugmiða til London og Íslands. Þannig að núna er allt komið í lag. Búinn að skipuleggja allt. Verð í USA frá 27. júní til 18. júlí, og fer svo til London 20. júlí að heimsækja Ara frænda, og síðan fer ég beint til Íslands 26. júlí og verð þar fram að 12. ágúst. Skólinn byrjar 13. ágúst þannig að það verður mikið að gera í fríinu. Ég tek náttúrulega myndavélina mína með alstaðar og vonandi næ ég einhverjum góðum myndum sem ég get sett á netið.
Ég er eiginlega kominn í sumarfrí eins og er núna, ég á þó eftir að fara í tvö próf. Eitt árspróf sem er á miðvikudaginn, og eitt stúdentspróf í jarðfræði 17 júní. Það er dálítið kjánalegt að hafa 3 vikur á milli prófa. Ég er búinn að fara í skriflegt stúdentspróf í stærðfræði og það gekk bara mjög vel. Ég fæ því miður ekki einkunnina mína að vita fyrr en eftir mánuð eða eitthvað. En ég fékk pabba til að kíkja aðeins á prófið og við erum búnir að meta svona sirka hvað ég mun fá. Síðan fór ég líka í skriflegt árspróf í ensku á miðvikudaginn. Drullu létt.
Hlakka til að sjá ykkur öll í sumar!
PEACE.

No comments:

Post a Comment